Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel, aðeins í 3,5 km fjarlægð frá Akureyri. Hótelið hefur uppá að bjóða notalegt og afslappandi umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Náttúran umvefur hótelið sem gerir gestum okkar kleift að endurnærast í snertingu við íslenskra náttúru en hótelið er staðsett í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa.

Herbergin eru mismunandi að stærð frá 12 m2 upp í 50 m2 sem gefur gestum kost á að velja herbergi í mismunandi verðskala. Ein svíta er á hótelinu  með setustofu, svefnherbergi og baðherbergi.

Veitingasalur er á annarri hæð hússins þar sem í boði er morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð fyrir gesti hótelsins. Kvöldverðarhlaðborð er í boði öll kvöld á sumrin en yfir vetrartímann er hægt að gera fyrirfram bókun á mat.

Í náinni framtíð verður á hótelinu heilsulind með heitum pottum, infrarauðum saunaklefa, nuddherbergi og líkamsræktarsal fyrir gesti.

Húsið er á fjórum hæðum og er lyfta í húsinu. Gott aðgengi er því fyrir fatlaða um allt húsið og eru sex herbergi sérútbúin fyrir hjólastóla.

Í Kjarnaskógi rétt ofan hótelsins er meðal annar að finna upplýstar trimm-/gönguleiðir, blakvöll, leiktæki og  sérhannaða fjallahjólabraut svo dæmi séu nefnt. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk.