Afþreying

Áhugaverðir linkar

Akureyri „öll lífsins gæði“
Visit Akureyri

 

Afþreying/áhugaverðir staðir í nágrenni Akureyrar:

  • Náttúran umvefur Hótel Kjarnalund sem er staðsett í jaðri Kjarnaskógar, eins vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Í skóginum eru göngubrautir, blakvöllur, leiktæki, líkamsræktartæki og sérhönnuð fjallahjólabraut svo dæmi séu nefnd.
  • Á veturna er troðin braut fyrir skíðagöngufólk. Einnig er mjög fallegt og skemmtilegt útivistarsvæði ofan Kjarnaskógar en það er  útilífssvæðið við Hamra. Góð gönguleið er þangað úr Kjarnaskógi.
  • Stutt er að fara í Jólagarðinn sem er opinn alla daga ársins.
  • Við Hrafnagil er góð sundlaug og einnig eru frábærar sundlaugar á Akureyri og Þelamörk.
  • Golfvellir eru stutt frá hótelinu. Jaðarsvöllur – 18 holur, Leifsstaðir – 9 holur og Þverá – 18 holur.
  • Ýmis söfn eru á Akureyri en frá hótelinu er lítið mál að rölta t.d á Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafn Akureyrar og Mótorhjólasafn Íslands.
  • Ekki er langt að fara í skíðaparadísina Hlíðarfjall og Skautahöll Akureyrar er í einungis 3 km fjarlægð frá hótelinu.
  • Í Eyjafirði eru einnig veitingastaðir, kaffihús, gallerí o.fl.
  • Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá afþreyingu sem í boði er á Akureyri og í nágrenni.