Heilsulind

Heitir pottar eru í boði fyrir hótel gesti ásamt infra-red sauna. Hægt að bóka nudd í móttöku eða á info@kjarnalundur.is

Nudd

Hægt er að panta tíma í nudd í móttöku. Boðið er upp á mismunandi nuddaðferðir t.d. hefðbundið herðanudd, heilnudd og slökunarnudd. Hver sem er getur pantað nudd hjá okkur, hvort sem hann er gestur hótelsins eða ekki. Boðið er upp á 30, 60 og 90 mínútna nudd.

Heitur pottur

Heitir pottar eru í boði fyrir hótel gesti. Sérstakt tilboð er í pottinn og saunu fyrir þá sem koma gangandi, skokkandi eða hjólandi á hótelið.

Infra-rauður sauna klefi

Á Hótel Kjarnalundi höfum við infra-rauðan sauna klefa. Infrarauðir geislar hita líkamann beint með djúphitun sem hefur góð áhrif á heilsuna. Geislarnir fara um 4-5cm inn í líkamann og örva innstu vefi og líffæri. Líkaminn losar sig þannig við óhreinindi sem annars er erfitt að losna við öllu jafna eins og kadmíum, nikkel, blý og klór. Þessi efni geymast venjulega í nýrum og undir húðinni en skolast burt við notkun á infrarauðri saunu.

Meðal áhrifa infra-rauðra geisla:

  • Minnka bólgur og bjúg í líkamanum
  • Lækka blóðsykur
  • Auka virkni ónæmiskerfisins
  • Losa eiturefni úr líkamanum
  • Auka súrefnisflæði um líkamann
  • Minnka verki í líkamanum