Upplifðu kyrrðina og norðlenska náttúru í hjarta Kjarnaskógar
Velkomin á Hótel Kjarnalund. Hótelið er aðeins í nokkurra mínútna aksturs fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Njóttu í töfrandi náttúru, heitir pottar og afslappandi umhverfi.
Hótel Kjarnalundur er heillandi og notalegt hótel, aðeins 3,5 km frá miðbæ Akureyrar.
Hótelið er staðsett í Kjarnaskógi og býður upp á 65 þægileg herbergi og 5 lúxus sumarbústaði þar sem gestir geta upplifað nálægð við náttúruna, umvafin töfrandi landslagi og afslappandi umhverfi. Fullkominn staður til að upplifa norðurljósin.
Í öllum herbergjum og sumarhúsum leggjum við áherslu á þægindi og góða slökun gesta okkar. Herbergin eru á bilinu 12fm til 50fm að stærð, sem gefur gestum okkar fjölbreytta valkosti. Svítan samanstendur af setustofu, svefnherbergi og baðherbergi. Öll herbergin á hótelinu eru með sérbaðherbergi með sturtu, hárþurrku, te- og kaffiaðstöðu og flatskjá. Húsin eru 109 fm að stærð með 3 svefnherbergjum (6 gesti), 2 baðherbergjum, fullbúnu eldhúsi, stofu með snjallsjónvarpi, heitum potti utandyra og grilli.
Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum og ókeypis bílastæði eru í boði fyrir gesti.
Herbergi
Einstaklings herbergi
Með baðherbergi, morgunverður innifalinn.
Það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu.
Tveggja manna herbergi 12 fm
Með baðherbergi, morgunverður innifalinn.
Það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu.
Tveggja manna herbergi standard 15 fm, DBL/TWIN
Með baðherbergi, morgunverður innifalinn.
Það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu.
Þriggja manna herbergi
Með baðherbergi, morgunverður innifalinn.
Það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu.
Fjögurra manna herbergi
Með baðherbergi, morgunverður innifalinn.
Það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu.
Fjölskylduherbergi
Með baðherbergi, morgunverður innifalinn.
Það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu.
Íbúðir og sumarbústaðir
Höepfner og Tulinius sögulegu húsin
Höepfner og Tulinius sögulegu húsin okkar eru staðsett í innbænum, elsta hluta Akureyrar og aðeins er nokkurra mínútna ganga í miðbæinn. Húsin bjóða upp á gistirými með sjávar- fjalla og bæjarútsýni og er hver íbúð einstök á sinn hátt. Hver íbúð er með sófa, setusvæði, flatskjá og sérbaðherbergi með hárþurrku, vel búnu eldhúsi með eldavél, ísskáp, brauðrist, kaffivél og ketill eru til staðar. Allar gistieiningarnar í húsunum eru með uppá búin rúm og handklæði. Ókeypis þráðlaust net og frítt bílastæði er við húsin.
Hafnarstræti 18 og 20.
Íbúð í miðbænum með tveimur svefnherbergjum og svölum.
Íbúð í miðbænum með tveimur svefnherbergjum og svölum. Þessi 2 svefnherbergja íbúð er með ókeypis þráðlausu neti, flatskjá, þvottavél og eldhúsi með ísskáp, helluborði og eldhúsbúnaði. Í íbúðinni eru uppá búin rúm og handklæði.
Strandgata 9.
Fjölskylduvilla, miðsvæðis við kirkjuna
Rúmgóð íbúð miðsvæðis með fjórum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og verönd. Fullbúið eldhús, flatskjár, uppábúin rúm og handklæði ásamt ókeypis þráðlausu neti. Frítt bílastæði er við íbúðina.
Gilsbakkavegur 11
Tryggvabraut 24 – Íbúð með einu svefnherbergi
Íbúðin er með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu. 1 baðherbergi með sturtu er í íbúðinni, fullbúið eldhús með ísskáp, eldavél og eldhúsbúnaði, flatskjár og ókeypis þráðlaust net. Frítt bílastæði er við húsið.
Tryggvabraut 24.
Sumarhús, þriggja herbergja með heitum potti
Rúmgóð sumarhús í Kjarnaskógi fyrir 6 manns með þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum með sturtu og hárþurrku. Fullbúið eldhús með eldavél, bakarofni og uppþvottavél. Flatskjár og frítt þráðlaust net er til staðar ásamt þvottavél, uppá búnum rúmum og handklæðum. Stór verönd er við sumarhúsin með potti og gasgrilli.
Vitnisburður
Fallegt herbergi og staðsetning. Ofur nútímalegt, stílhreint og rúmgott með mjög þægilegum rúmum og fallegu baðherbergi. Það var frönsk pressa með góðu kaffi og ketill til að hita vatn.
Easy Check in - Staðsett í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Jökulsárlóni - Vel búinn kaffibar og ísskápur - Notaleg og vel hönnuð herbergi.
Þetta var uppáhalds gistiheimilið mitt á Íslandi. Það var alveg glæsilegt og mjög vel hannað. Herbergin eru í mikilli stærð, mjög vel búin og með þægilegustu rúmunum!
Endalaus ævintýri og fullkomin slökun í Kjarnaskógi
Fagurt skóglendi Kjarnaskógar býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Rétt ofan hótelsins er að finna fjölda gönguleiða, fjallahjólastíga, skipulögð leiksvæði, blakvöll, grillaðstöðu og fleira áhugavert. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðafólk.
Í lok dags geta gestir okkar notið og slakað á í heitu pottunum utandyra, umkringdir náttúrunni. Gestir okkar eru með ókeypis aðgang að heitum pottum og gufubaði með infra rauðum geislum.